Fréttir

Starfsmaðurinn fagnaði eftir nokkur hopp
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 17:14

Starfsmaðurinn fagnaði eftir nokkur hopp

Einn starfsmaður St. Francis Links golfvallarins var mjög spenntur þegar Bandaríkjamaðurinn Jordan Gumberg púttaði fyrir sigri í bráðabana á SDC mótinu í S-Afríku um síðustu helgi.

Starfsmaðurinn stóð í röð með fleiri kollegum sínum skammt frá flötinni en hoppaði allan tímann sem Gumberg púttaði. Þegar boltinn endaði í holu fagnði okkar maður og klappaði fyrir sigri Bandaríkjamannsins. Fyndið eins og sjá má í myndskeiðinu.