Fréttir

Spenna fyrir lokahringinn á LPGA í Flórída
Nelly Korda er í harðri baráttu um efsta sætið á stigalista LPGA mótaraðarinnar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 14. nóvember 2021 kl. 09:36

Spenna fyrir lokahringinn á LPGA í Flórída

Nelly Korda og Lexi Thompson deila efsta sætinu á Pelican Women´s Championship sem fram fer í Belleair í Flórída.

Þær eru samtals á 16 höggum undir pari og hafa eitt högg í forskot á Jennifer Kupcho sem kemur næst.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Korda sem situr í efsta sæti heimslistans lék best allra á þriðja hring en hún fékk átta fugla og einn skolla á hringnum. Thompson fékk sex fugla og einn skolla og lék á 65 höggum.

Korda á í harðri baráttu við Jin Young Ko um efsta sætið á stigalistanum og sigur á mótinu myndi hjálpa verulega í þeirri baráttu þar sem aðeins er eitt mót eftir af tímabilinu eftir að þessu líkur.

Staðan í mótinu