Fréttir

Spánverjar í sviðsljósinu á Valderrama
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 17. október 2022 kl. 16:42

Spánverjar í sviðsljósinu á Valderrama

Heimamenn á Spáni glöddust mikið á Andalucía Masters mótinu á DP Evrópumótaröðinni sem lauk í gær. Heimamaður sigraði og annar heimamaður tryggði sér áframahaldandi veru á mótaröðinni. 

Adrian Otaegui vann sinn fjórða sigur á Evrópumótaröðinni en hann lék ótrúlega flott golf á hinum erfiða Valderrama velli á Spáni. Lokaskorið 19 undir pari sem er nýtt vallarmet en aldrei hefur mót á Valderrama unnist á betra skori en -12.

Adrian Otaegui vann nokkuð þægilegan sigur. Hann var með sex högga forskot fyrir lokahringinn og leit aldrei til baka og lék eins og sannur sigurvegari á lokadeginum, m.a. með löngu lokapútti beint í holu á síðustu brautinni fyrir framan fjölda heimamanna sem fögnuðu honum vel. En þeir fögnuðu líka öðrum manni í lokahollinu en það var óþekktur Spánverji, Angel Hidalgo. Hann var í 130. sæti á DP stigalistanum fyrir mótið og því utan við þann hóp sem er með þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári. En með frábærum árangri á Valderrama þá tryggi hann sér öruggt sæti á mótaröðinni næsta ár. Það sama gerðist hjá Svíanum Joakim Lagergreen. Hann var í 127. sæti á stigalistanum fyrir mótið. Lagergreen endaði í 2. sæti og vann sig upp um 83 sæti og komst í 44. sæti. Það tryggði honum þátttökurétt á lokamótinu í Dubai en þar keppa fimmtíu efstu kylfingarnir.

Spánverjar eru margir tilfinningaríkir og Hidalgo sýndu það á lokadeginum og ekki síst eftir lokaholuna þegar ljóst var að hann var búinn að tryggja sér áfram á mótaröðinni. Hér eru myndskeið af kappanum sem sýna það og líka magnað högg.