Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Sophia Popov lék frábærlega í New York á fyrsta hring
Sophia Popov lék frábærlega í gær í New York.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 15. október 2021 kl. 06:55

Sophia Popov lék frábærlega í New York á fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var á biðlista og komst ekki inn á mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Margar af bestu kylfingum heims eru með á Aramco Team Series New York mótinu sem hófst í gær.

Hin þýska Sophia Popov lék frábærlega á fyrsta hring og hefur þriggja högga forskot á næstu konur. Popov lék fyrsta hringinn á 65 höggum eða 7 undir pari Glen Oaks vallarins.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Sex kylfingar eru jafnir í öðru sætinu á 68 höggum. Á meðal þeirra eru Anna Nordquist sigurvegari Opna breska mótsins í sumar, Danielle Kang og hin unga Pia Babnik frá Slóveníu.

Efsti kylfingur heimslistans Nelly Korda er í hópi kylfinga sem lék fyrsta hringinn á 69 höggum.

Staðan í mótinu