golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Snjóhreinsun fyrir hlákuna
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 01:23

Snjóhreinsun fyrir hlákuna

Vallarstarfsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa unnið hörðum höndum við að hreinsa snjó af flötum golfvalla klúbbsins fyrir hlákuna sem framundan er í dag og á morgun. Notaðir eru snjóblásarar sem klúbburinn hefur átt í nokkur ár, en þessi háttur hefur verið hafður á þegar vetur eru snjóþungir að blása snjó af flötunum svo hægt sé að lofta betur og fyrr um flatirnar. Aðferðin hefur gefist vel að sögn vallarstjóra, en mikið verk er að hreinsa snjó af öllum flötum golfvalla klúbbsins. 

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða