Fréttir

Smtih sigraði eftir harða keppni
Cameron Smith er kominn í 10. sæti heimslistans.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 10. janúar 2022 kl. 06:50

Smtih sigraði eftir harða keppni

Hinn 28 ára gamli Ástrali Cameron Smith sigraði á fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni, Sentry Tournament of Champions.

Smith lék hringina fjóra á samtals 34 höggum undir pari sem er met í sögu mótaraðarinnar, aldrei hefur kylfingur verið svo marga undir pari í fjögurra daga móti áður.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Mikil spenna var í mótinu allt til loka en besti kylfingur heims Jon Rahm fylgdi Smith eins og skugginn og þegar upp var staðið var það aðeins eitt högg sem skildi þá að. Matt Jones landi Smith blandaði sér einnig í baráttuna en hann jafnaði vallarmetið sem Rahm og Justin Thomas höfðu sett á þriðja hring, lék á 61 höggi og endaði tveimur höggum á eftir Smith.

Með sigrinum fer Smith í 10. sæti heimslistans, í fyrsta skipti á ferlinum sem hann er á meðal 10 efstu á þeim lista.

Þetta var fjórði sigur Smith á mótaröðinni og hans annar á Hawai en hann sigraði árið 2020 á Sony Open.  Hann er með sigrinum í gær kominn í hóp aðeins sex manna sem hafa náð Hawai tvennunni, þ.e. að sigra á Tournament og Champions og Sony Open.

Lokastaðan í mótinu