Fréttir

Skráning hafin í fyrsta mótið á unglingamótaröðinni
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 13. maí 2022 kl. 13:28

Skráning hafin í fyrsta mótið á unglingamótaröðinni

Mótið fer fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðustu helgina í maí

Unglingamótaröðin hefst á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðustu helgina í maí. Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið.

Innifalinn í skráningargjaldi er einn æfingahringur. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Hafið samband við Golfklúbb Sandgerðis til að bóka rástíma.

Greiða verður mótsgjald áður en æfingahringur er leikinn. Kylfuberar eru eingöngu heimilaðir í flokki 14 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir 1.–3. sæti í öllum flokkum. Lokahóf með verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka verður haldið að lokinni keppni á laugardagskvöld.

Smelltu hér til að skrá þig

Fimm mót eru á unglingamótaröðinni í ár, þar á meðal tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmótið í höggleik, 12.-14. ágúst og hins vegar Íslandsmótið í holukeppni, 27.-29. ágúst.

Fyrsta unglingamót tímabilsins sem telur til stiga á GSÍ mótaröðinni fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi...

Posted by GSÍ - golf.is on Fimmtudagur, 12. maí 2022