Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Skráning hafin í fyrsta mótið á unglingamótaröðinni
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 13. maí 2022 kl. 13:28

Skráning hafin í fyrsta mótið á unglingamótaröðinni

Mótið fer fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðustu helgina í maí

Unglingamótaröðin hefst á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðustu helgina í maí. Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið.

Innifalinn í skráningargjaldi er einn æfingahringur. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Hafið samband við Golfklúbb Sandgerðis til að bóka rástíma.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Greiða verður mótsgjald áður en æfingahringur er leikinn. Kylfuberar eru eingöngu heimilaðir í flokki 14 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir 1.–3. sæti í öllum flokkum. Lokahóf með verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka verður haldið að lokinni keppni á laugardagskvöld.

Smelltu hér til að skrá þig

Fimm mót eru á unglingamótaröðinni í ár, þar á meðal tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmótið í höggleik, 12.-14. ágúst og hins vegar Íslandsmótið í holukeppni, 27.-29. ágúst.

Fyrsta unglingamót tímabilsins sem telur til stiga á GSÍ mótaröðinni fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi...

Posted by GSÍ - golf.is on Fimmtudagur, 12. maí 2022