Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Sigraði í fyrsta sinn eftir 15 ár á mótaröðum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. ágúst 2022 kl. 00:19

Sigraði í fyrsta sinn eftir 15 ár á mótaröðum

Eftir fimmtán ár í atvinnumennsku kom fyrsti sigurinn hjá hinni Suður-afrísku Ashleigh Buhai. Og það í risamótinu AIG Opna breska. Buhai sigraði eftir á 4. holu í bráðabana með mögnuðu höggi úr glompu af 30 metra færi. 

OPNA kvennamótið fór núna fram á Muirfield golfvellinum í Skotlandi, en það eru einungis örfá ár síðan konur fengu aðgang að vellinum.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Þetta er búin að vera löng bið eftir sigri og barátta fyrir þátttökurétti. Ég varð atvinnumaður 18 ára og það var búist við því að ég myndi vilja mót fljótlega. En það gerðist ekki fyrr en núna, 14 árum síðar. Og tilfinningin er mögnuð,“ sagði Buhai.