Fréttir

Scheffler með nauma forystu í Houston
Nær Scottie Scheffler sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni í kvöld?
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 14. nóvember 2021 kl. 09:11

Scheffler með nauma forystu í Houston

Mikil spenna er fyrir lokahring Hewlett Packard Enterprise Houston Open mótsins á PGA mótaröðinni.

Scottie Scheffler hefur eitt högg í forskot á fimm kylfinga og er samtals á 7 höggum undir pari. Samtals eru 21 kylfingur sem eru fimm höggum eða minna frá efsta sætinu og eiga raunhæfa möguleika á sigri.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Martin Trainer sem var efstur eftir tvo hringi lék þriðja hringinn á fjórum höggum yfir pari og er einn þeirra sem er höggi á eftir Scheffler.

Matt Wolff er einnig í þeim hópi en hann fékk tvöfaldan skolla á 17. brautina í gær. Wolff hefur leikið mjög vel undanfarið og verður að teljast einn þeirra sem líklegastir eru til sigurs í kvöld.

Staðan í mótinu