Fréttir

Scheffler er óstöðvandi - tveir sigrar í röð á PGA
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 18. mars 2024 kl. 14:42

Scheffler er óstöðvandi - tveir sigrar í röð á PGA

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er óstöðvandi og hefur síðustu tvær vikurnar sýnt og sannað af hverju hann er efstur á heimslistanum. Um helgina vann hann Players mótið, oft nefnt fimmta risamótið en helgina á undan vann hann Arnold Palmer mótið.

Sigurinn hjá Scheffler á Sawgrass vellinum magnaða var sérstakur en hann er sá fyrsti sem ver titil sinn á milli ára í fimmtíu ára sögu mótsins. Óvænt hálsmeiðsli í öðrum og þriðja hring komu ekki í veg fyrir að hann ynni upp fimm högga forskot og ynni. Þrír kylfingar, Brian Harman, X. Schauffele og Windham Clark þurftu allir að ná fugli á síðustu holu en náðu því ekki og enduðu höggi á eftir meistaranum.

Scheffler er ótrúlegur kylfingur og árangur hans síðustu tvö árin magnaður. Hann hefur sigrað átta sinnum á því tímabili, m.a. Á Masters og tvívegis á Players. Hann hefur verið meðal tíu efstu í meira en helmingi mótanna sem hann hefur tekið þátt í á þessum tíma.

Kappinn er lang eftur á heimslista kylfinga í heiminum, er með 12 stig en N-Írinn Rory McIlroy er annar með 7,7.

Staðan á heimslistanum.

Scheffler hefur nægu að fagna um þessar mundir en eiginkona hans er með barn undir belti.