Fréttir

Schauffele sigraði loksins eftir rúmlega tveggja ára bið
Xander Schauffele fagnar sigri í átt að áhorfendum. Ljósmynd: Icon Sportswire/Fred Kfoury III
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 27. júní 2022 kl. 20:59

Schauffele sigraði loksins eftir rúmlega tveggja ára bið

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele sigraði á Travelers Championship á PGA mótaröðinni en leikið var á TPC River Highlands í Connecticut. Það var fyrsti sigur hans á mótaröðinni síðan í janúar 2019 þegar hann sigraði á Sentry Tournament of Champions á Havaí.

Með sigrinum fór Schauffele upp um tólf sæti á stigalistanum til FedEx bikarsins og situr í 8. sæti listans. Þetta var sjötti sigur Bandaríkjamannsins á mótaröðinni síðan hann hóf að leika meðal þeirra bestu árið 2017.

Schauffele lék hringina fjóra á samtals 19 höggum undir pari en hann var á 14 höggum undir pari að loknum tveimur hringjum upp á 63 högg, með fimm högga forskot á næstu menn. Að lokum voru það Bandaríkjamennirnir J.T. Poston og Sahith Theegala sem deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Theegala var í kjörstöðu með eins höggs forskot fyrir lokaholuna en hann lenti í vandræðum í brautarglompu og fékk tvöfaldan skolla á holuna.

Lokastaðan á mótinu