Fréttir

Rory við toppinn eftir fyrsta dag á US Open
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. júní 2022 kl. 09:36

Rory við toppinn eftir fyrsta dag á US Open

Norður-Írinn Rory McIlroy er höggi á eftir Bandaríkjamanninum Adam Hadwin eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska mótinu sem fram fer á The Country Club í Brookline, Masaachusetts í Bandaríkjunum.

Hadwin er á 4 undir pari en Rory er í hópi fimm kylfinga sem eru á -3. Athygli vekur að fimm af tíu efstu mönnum komumst inn í mótið í gegnum úrtökumót. Rory varði titil sinn á Opna kanadíska mótinu í síðustu viku. Síðast þegar einhver vann risamót í kjölfar sigurs á PGA móti var Rory þegar hann vann PGA mótið 2014 viku eftir sigur á WGC Bridgestone móti.

Titilverjandi á Opna bandaríska, Spánverjinn Jon Rahm, lék á -1 og Justin Thomas líka. Kylfingur númner 1 á heimslitanum, Scottie Scheffler, er á pari.

Staðan eftir 18 holur:
Adam Hadwin 66 (-4)
Callum Tarren 67 (-3)
David Lingmerth 67 (-3)
Rory McIlroy 67 (-3)
Joel Dahmen 67 (-3)
M.J. Daffue 67 (-3)