Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Rory McIlroy efstur fyrir lokahringinn í Dubai
Rory McIlroy er efstur fyrir lokahringinn og stefnir á sinn annan sigur í röð.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 08:57

Rory McIlroy efstur fyrir lokahringinn í Dubai

Rory McIlroy endurheimti forystuna eftir þriðja hring DP World Tour Championship mótsins í Dubai.

McIlroy lék þriðja hringinn á fimm höggum undir pari og er samtals á 14 höggum undir pari. Sam Horsefield var jafn McIlroy fyrir lokaholuna en fékk skolla og er einn í öðru sæti höggi á eftir.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Robert McIntyre og Alexander Bjork eru svo jafnir í þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. 

McIlroy lenti í smá ævintýrum á 17. brautinni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi en slapp að lokum með skolla.

Collin Morikawa hefur svo gott sem tryggt sér stigameistaratitilinn og milljón evru bónus. Hann situr í 5. sæti mótsins og þarf ekki að hafa áhyggjur af Billy Horschel og Tyrell Hatton sem koma næstir á stigalistanum.

Staðan í mótinu