Róbert Leó úr GKG vann hið sterka Crecy Juniors International mót í París
Róbert Leó Arnórsson sem er í golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs (GKG), gerði sér lítið fyrir og sigraði á Crecy Juniors International mótinu í París.
Mótið er hluti af hinni sterku Global Junior Golf mótaröð.
Róbert Leó lék hringina þrjá á 71-72-72 eða 7 höggum undir pari, einu höggi betur en næstu menn þannig að hann stóðst pressuna á lokametrunum.
Þetta er stórkostlegt hjá Róberti sem tryggði sér inngöngu á WAGR heimslista áhugamanna í leiðinni, eins og segir á heimasíðu GKG.
Kylfingur óskar Róberti Leó til hamingju.