Fréttir

Rahm og DeChambeau með Covid 19 og ekki með á Ólympíuleikunum
Bryson þurfti að draga sig úr keppni í Tokyo í gær
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 25. júlí 2021 kl. 19:08

Rahm og DeChambeau með Covid 19 og ekki með á Ólympíuleikunum

Keppni í golfi á Ólympíuleikunum í Tokyo hefst á miðvikudaginn. 

Þær stóru fréttir bárust í dag og í gær að bæði Bryson DeChambeau og Jon Rahm efsti maður heimslistans hafi þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst jákvæðir fyrir Covid 19.

Ekki er langt síðan hinn bólusetti Rahm þurfti að draga sig úr keppni á Memorial mótinu eftir að hafa klárað þriðja hring mótsins í yfirburða stöðu og átt sigurinn vísan. Hann hefur því greinst jákvæður í tvígang á nokkrum vikum.

Það er ljóst að golfkeppni Ólympíuleikanna verður fátækari án þessara tveggja skemmtilegu kylfinga.