Fréttir

Rahm jafnaði met Ballesteros - lék á -9 á lokadegi Spænska mótsins
Jon Rahm eftir sigurinn á Spænska mótinu. Mynd/Getty.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 9. október 2022 kl. 20:45

Rahm jafnaði met Ballesteros - lék á -9 á lokadegi Spænska mótsins

Spánverjinn Jon Rahm gladdi landa sína þegar hann sigraði á Spænska mótinu á Club de Campo Villa de Madrid vellinum á DP Evrópumótaröðinni. Rahm var með eins höggs forskot fyrir lokadaginn en gerði sér lítið fyrir og lék lokahringinn á níu höggum undir pari og tryggði sér sigur í þriðja sinn á Spænska mótinu en þetta var í fjórða sinn sem hann tekur þátt í mótinu. Hann jafnaði met Seve Ballesteros sem vann það líka þrisvar en það var jafnframt hans síðasti sigur og hans fimmtugasti á Evrópumótaröðinni

Rahm-bo sýndi mátt sinn og megin með mögnuðu golfi á lokahringum. Hélt algera sýningu þar sem hann fékk m.a. frábæran örn og átta fugla og þar af einn á síðustu holunni við mikil fagnaðarlæti. Hann endaði mótið á 25 undir pari.

Lokastaðan.

Hér má sjá ótrúlegan örn sem Rahm fékk á 14. braut í lokahringnum, hér um bil Albatros.