Fréttir

Rahm í stuði
Sunnudagur 22. janúar 2023 kl. 10:40

Rahm í stuði

Jon Rahm var í miklu stuði a PGA West Stadium vellinum og lék á 7 höggum undir pari 65. Hann er jafn í efsta sæti ásamt nýliðanum Davis Thompson á American Express mótinu. Engir ernir litu dagsins ljós hjá Davis sem hafði náð sér í 5 slíka á fyrstu 36 holunum. Hann lék á 67 höggum á þriðja hring. 

„Þetta er ekkert nema jákvætt. Er að slá mjög vel, sló mörg frábær teighögg og komst í mörg góð færi á flötunum og tókst að nýja mörg þeirra. Hef mikið sjálfstraust fyrir morgundingum og veit að ég þarf að ná lágu skori til að vinna“ sagði Jon Rahm, sem vanna á Hawaii fyrir tveimur vikum og reynir að ná sínum 9 sigri á mótaröðinni.

„Mér líður vel og hef engu að tapa sem nýliði á mótaröðinni. Ég reyni bara að njóta, en er spenntur spenntur að spila með Jon. Hann er einn af 5 bestu í heiminum. Frábær leikmaður. Ég er spenntur fyir áskoruninni og hlakka til morgundagsins“ sagði Davis Thompson.