Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Rahm í baráttunni eftir fyrsta hring
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 01:09

Rahm í baráttunni eftir fyrsta hring

John Rahm lék gott golf á fyrsta hring á American Express mótinu sem leikið er á PGA mótaröðinni. Rahm er jafn í öðru sæti ásamt 5 öðrum leikmönnum eftir að hafa leikið á 8 höggum undir pari, 64. Hann fékk 9 fugla og einn skolla á hringnum. Bandaríkjamaðurinn David Thompson er í forystu á 10 höggum undir pari. Hann lék stórkostlegt golf á fyrstu 9 holum vallarins þar sem hann fékk fjóra fugla og tvo erni í röð á 5. og 6. holu. Hann var rólegri á seinni 9 holunum þar sem hann fékk aðeins tvo fugla. Leikið er á Pete Dye Stadium vellinum á La Quinta í Kaliforníu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024