Fréttir

Ragnhildur sigraði í Norður Karolínu
Ragnhildur er að eiga frábært tímabil í bandaríska háskólagolfinu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 12. nóvember 2021 kl. 08:17

Ragnhildur sigraði í Norður Karolínu

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í annað sinn á tímabilinu í bandaríska háskólagolfinu þegar hún bar sigur úr býtum á French Broad Collegiate Invitational á miðvikudaginn.

Þetta var eins og áður segir annar sigur Ragnhildar á tímabilinu. Í síðustu fjórum mótum hefur hún tvívegis lent í öðru sæti og tvívegis sigrað. Frábært tímabil hjá Ragnhildi en nú verður gert hlé á tímabilinu og næst leikið í febrúar.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Ragnhildur byrjaði ekki vel á fyrsta hring mótsins sem hún lék á 78 höggum en náði með mikilli seiglu að vinna sig upp töfluna með frábærri spilamennsku á öðrum og þriðja hring.

Lokastaðan í einstaklingskeppninni: