Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Ragnhildur og Hulda Clara komust ekki áfram
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 22. júlí 2022 kl. 23:51

Ragnhildur og Hulda Clara komust ekki áfram

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG, tóku þátt á Evrópumóti áhugamanna sem stendur yfir í Frakklandi.

Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja hring en 60 efstu kylfingarnir komust áfram á lokahringinn sem nú stendur yfir.

Ragnhildur lék hringina þrjá á 229 höggum (73-79-77) eða á 13 höggum yfir pari samtals og hafnaði í 122. sæti.
Hulda Clara lék hringina þrjá á 230 höggum (78-79-73) eða á 14 höggum yfir pari samtals og hafnaði í 125. sæti.

Staðan á mótinu