Örninn 2023
Örninn 2023

Fréttir

Ragnhildur meðal 30 efstu í Michigan
Ragnhildur Kristinsdóttir. Ljósmynd: ekusports.com
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 10:26

Ragnhildur meðal 30 efstu í Michigan

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, lék á 5 höggum yfir pari á lokahring NCAA Ann Arbor Regional í svæðiskeppni háskólagolfsins í Bandaríkjunum en leikið er á U-M vellinum í Ann Arbor í Michigan. Hún féll niður um sex sæti milli hringja og hafnaði í 29.-31. sæti á 12 höggum yfir pari.

Ragnhildur, sem var valinn til að leika í einstaklingskeppni mótsins þrátt fyrir að skólalið hennar í Eastern Kentucky háskólanum, hafi ekki komist áfram í svæðiskeppnina, fékk þrjá fugla, sex skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Staðan í einstaklingskeppninni

Skorkort Ragnhildar