Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Ragnhildur í atvinnumennsku
Miðvikudagur 25. janúar 2023 kl. 00:01

Ragnhildur í atvinnumennsku

Ragnhildur Kristinsdóttir afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur hefur gerst atvinnumaður í golfi. Ragnhildur tilkynnti þetta á Instagram síðu sinni í vikunni. Heldur betur spennandi golfár framundan hjá henni.

„Ég verð mestmegins að spila á LET Acess mótaröðinni í ár. Fyrsta mótið er núna í byrjun mars og ég kemst inn í það ef allt gengur eftir“ sagði Ragnhildur í samtali við Kylfing, þar sem hún er á Spáni í æfingaferð með afrekshópi GR. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Ég ætla að gera út frá Íslandi til að byrja með. Hef aðgang að flottri æfingaaðstöðu hjá GR í Básum og svo hjá Golfstöðinni í Glæsibæ. Núna leita ég eftir góðum styrktaraðilum sem vilja hjálpa mér á minni vegferð. Ég er heppin að eiga góða að og er búin að leggja til hliðar í nokkur ár vitandi að ég væri að fara taka þetta skref. “

Derrick Moore golfkennari hjá GR er aðalþjálfari Ragnhildar. Derrick hefur góða sýn á golf Ragnhildar og vinna þau saman að þvi að bæta leik hennar statt og stöðugt.

Ásamt þvi að leika á LET Access mótaröðinni stefnir Ragnhildur að því að leika á Íslandsmótinu í golfi í sumar. Mótið fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Ragnhildur hefur verið einn af fremstu kylfingum landsins undanfarin ár. Hún lék golf með liði Eastern Kentucky University í Bandaríkjunum og vann þar til fjölmargra verðlauna, m.a. var hún kjörin íþróttakona háskólans árið 2022. Ragnhildur hefur leikið með landsliðum Íslands í golfi frá árinu 2013 og auk þess að vera frábær kylfingur varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari í handbolta.

Það er tilhlökkunarefni að fylgjast með Ragnhildi í atvinnumennskunni og óskum við henni góðs gengis.