Fréttir

Rafa Cabrera Bello sigraði á Opna spænska í bráðabana
Frábær sigur í gær hjá hinum 37 ára gamla Spánverja.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 11. október 2021 kl. 08:28

Rafa Cabrera Bello sigraði á Opna spænska í bráðabana

Heimamaðurinn Rafa Cabrera Bello sýndi mikla þrautseigju þegar hann sigraði á Opna Spænska mótinu í Madríd í gær.

Bello byrjaði hringinn illa og virtist mjög taugaóstyrkur framan af. Landi hans Adri Arnaus tók frumkvæðið og virtist ætla að sigla sigrinum heim. Fékk meðal annars tvo frábæra erni.  Bello náði þó vopnum sínum þegar líða tók á hringinn og náði að halda jöfnu með frábærri björgun á pari á síðustu braut.

Á fyrstu braut í bráðabana náði Bello frábærum fugli á meðan Arnaus mátti sætta sig við par.

Frábær sigur Cabrera Bello sem hefur ekki gengið vel á golfvellinum að undanförnu og eflaust sá sætasti á hans ferli að sigra á eigin landsmóti.

Lokastaðan í mótinu