Fréttir

Perla Sól valin í úrvalslið Evrópu - keppir á móti á Filippseyjum
Perla Sól var Íslandsmeistari kvenna í fyrra, aðeins 16 ára gömul.
Þriðjudagur 16. maí 2023 kl. 07:37

Perla Sól valin í úrvalslið Evrópu - keppir á móti á Filippseyjum

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2022 og Evrópumeistari U16 ára, var valin í úrvalslið Evrópu sem tekur þátt í keppnini Asia Pacific Golf Confederation (APGC) Junior Championship á Filippseyjum dagana 15.-18. maí.

Alls eru 12 lið sem taka þátt og 24 leikmenn alls. Tvö tveggja manna lið eru frá Evrópu. Perla Sól verður í liði með Jack Murphy frá Írlandi. 

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur, 54 holur, þar sem að keppt er í einstaklings – og liðakeppni.

Samanlagt skor keppenda í liðakeppninni gildir. 

Eftirfarandi þjóðir/lið taka þátt. 

Singapúr
Sri Lanka 
Malasía 
Taívan 
Guam 
Hong – Kong, Kína 
Filippseyjar 
Indland 
Taíland
Kórea
Indónesía
EGA*
*(Ísland, Írland, Spánn).