Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Perla Sól og Axel best í Korpubikarnum - síðasta stigamóti ársins
Axel og Perla Sól sigruðu í Korpubikarnum. Myndir/Frosti Eiðsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 11. september 2023 kl. 14:30

Perla Sól og Axel best í Korpubikarnum - síðasta stigamóti ársins

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Axel Bóasson, GK, sigruðu í Korpubikarnum, síðasta stigamóti ársins sem fram fór um síðustu helgi á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík.

Perla lék hringina þrjá á þremur höggum undir pari og var átta höggum betri en Heiðrún Hlynsdóttir frá Selfossi. Þriðja varð Auður Bergrún Snorradóttir, GM.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Axel Bóasson tók strax forystu í mótinu og jók hana eftir því sem á leið. Hann endaði á -16. Logi Sigurðsson, nýbakaður Íslandsmeistari varð annar á -5. Daníel Ísak Steinarsson, GK, varð þriðji á -4.