Örninn 2023
Örninn 2023

Fréttir

Perla Íslandsmeistari aðra vikuna í röð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. ágúst 2022 kl. 20:49

Perla Íslandsmeistari aðra vikuna í röð

Perla Sól Sigurbrandsdóttir hampaði Íslandsmeistaratitli aðra vikuna í röð. Í síðustu viku hampaði hún stærsta titli landsins en nú var það sigur á Íslandsmóti ungmenna, 15-16 stúlkna. Hún vann með tíu högga mun. Leikið var á Leirdalsvelli.

Perla Sól lék á +6, 75-74-70. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur +16 og besta vinkona Perlu, Helga Signý Pálsdóttir, GR, varð þriðja.

Í flokki 17-18 ára stúlkna sigraði Berglind Erla Baldursdóttir, GM, á +14. Sara Kristinsdóttir, GM, varð önnur á +19 og þriðja varð Nína M. Valtýsdóttir á +21.