Public deli
Public deli

Fréttir

Óvænt úrslit  WGC-Dell holukeppninni
Fimmtudagur 23. mars 2023 kl. 07:13

Óvænt úrslit WGC-Dell holukeppninni

Fyrsta umferðin í WGC-Dell holukeppninni var leikin í gær í Austin í Texas. Mótið er sameiginlegt mót allra helstu PGA mótaraðanna. Efstu menn á heimslistanum eiga rétt á þátttöku í mótinu. Fyrstu þrjár umferðirnar eru leiknar í 4 manna riðlum. Raðað er í riðlana miðað við stöðu á heimslistanum. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Óvæntustu úrslit gærdagsins voru án efa þau að Ricky Fowler sigraði Jon Rahm 2&1. Fowler var mjög ánægður með sigurinn en lét hafa eftir sér að Rahm hafi verið ólíkur sjálfum sér, hvorki slegið né púttað jafn vel og hann geri að öllu jöfnu. Billy Horschel og Keith Michel gerðu jafntefli í hinum leiknum í riðlinum. 

Rory McIllroy vann Scott Stallings örugglega 3&1 en mesta athygli vakti að Rory er að leika með nýjan Scotty Cameron pútter.

Önnur óvænt úrslit þar sem menn ofarlega á heimslistanum lutu í lægra haldi fyrir mönnum mun neðar á listanum voru þegar Viktor Hovland tapaði óvænt fyrir Matt Kuchar 3&1 en sá kappi er þekktur fyrir að vera mjög snjall í holukeppni. Will Zalatoris tapaði svo fyrir Andrew Putnam. Jordan Spieth tryggði sér sigur í sínum leik gegn Mackenzie Hughes með ótrúlegu vippi.

Riðlakeppnin heldur áfram í dag. WGC-Dell er eitt skemmtilegasta golfmót ársins.

Fylgjast með keppninni hér.