Fréttir

Ótrúlegur klaufaskapur hjá Spieth og Stenson
Stenson gat leyft sér að brosa að atvikinu eftir hringinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 09:24

Ótrúlegur klaufaskapur hjá Spieth og Stenson

Tveir af bestu kylfingum heims gerðust sekir um ótrúlegan klaufaskap á lokahring Hero World Challenge mótsins á sunnudaginn.

Jordan Spieth og Henrik Stenson léku saman í fyrsta ráshópi. Þegar þeir höfðu lokið leik á 8. holu og hugðust leika þá 9. slógu þeir af 17. teig og inn á 9. brautina. Fyrir það fengu þeir báðir tvö högg í víti og þurftu síðan að endurtaka teighöggin frá réttu teigstæði.

Ótrúlegur sofanda háttur hjá þeim og kylfusveinum þeirra. Þeim er þó örlítil vorkunn þar sem að fyrir lokahringinn var 9. teigur gerður að þeim 17. og öfugt. Það var engu að síður vel merkt og hafði verið tilkynnt leikmönnum fyrirfram.

Þessi vitleysa kom þó ekki að mikilli sök því þeir Stenson og Spieth enduðu í tveimur neðstu sætunum í þessu gríðarsterka móti. Þeir gátu því leyft sér að gera grín að atvikinu í viðtali eftir hringinn.