Fréttir

Opið á sumarflatir í rúmlega 200 daga í Leirunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. nóvember 2024 kl. 17:43

Opið á sumarflatir í rúmlega 200 daga í Leirunni

Hólmsvöllur í Leiru hefur lokað á sumarflatir eftir að hafa haft opið í rúmlega tvöhundruð daga 2024. Hápunktur sumarsins á sextíu ára afmæli GS var Íslandsmót í höggleik sem þótti takast mjög vel og Hólmsvöllur skartaði sínu fegursta.

Í tilkynningu frá Golfklúbbi Suðurnesja eru félagsmönnum þakkaðar góðar stundir á golftíðinni sem nú er á enda. Stefnt er að því að opna inn á sumarflatir 17. apríl 2025, ef ekki fyrr.

Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir, eiga saman ellefu Íslandsmeistaratitla en Guðfinna var fyrsti Íslandsmeistari kvenna. Karen tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í sumar.