Fréttir

Nýju kylfurnar virka vel
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 01:02

Nýju kylfurnar virka vel

Brooke Henderson tók forystu í fyrsta móti ársins með því að leika Lake Nona golfvöllinn á 5 undir pari, 67 höggum. Brooke setti niður 3 fugla á fyrri 9 og þrjá sömuleiðisi á seinni, en fékk skolla á 17. braut. Hún var fljót að jafna sig eftir skollann og rúllaði niður 5 metra pútti á 18. flöt fyrir fugli og 67 höggum. 

„Það fylgir því vellíðan að byrja vel og setja niður marga fugla. Vonandi get ég haldið þessum dampi og fengið enn fleiri fugla næstu 3 daga. Aðstæðurnar eru frábærar og bjóða uppá lágt skor“ sagði Brooke að leik loknum. 

„Allar nýju kylfurnar virkuðu vel og að leika 5 undir pari er frábært“ sagði hinn 25 ára gamli kylfingur sem er í 7. sæti heimslistans. „Ég er mjög spennt að hafa gengið til liðs við TaylorMade. Kylfurnar eru frábærar og mér leið í dag eins og ég gæti sett öll pútt niður.“

Nelly Korda sem einnig gekk til liðs við TaylorMade á dögunum lék á 4 undir pari, 68 höggum. Þótt hún vilji vinna sagðist Nelly frekar einbeita sér að því að ná tengingu við nýju kylfurnar. „Ég er aðeins að vinna í leiknum og stilla mig af. Ég er mjög ánægð með hvernig boltinn er að fljúga. Það var mjög gaman að spila í dag.“