Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Náði að slá upphafshögg í móti ofan í golfpoka annars golfara
Unnur á La Romero á Spáni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 17. september 2023 kl. 08:45

Náði að slá upphafshögg í móti ofan í golfpoka annars golfara

Kylfingur dagsins er fædd og uppalin á Akureyri, n.t. í Glerárþorpinu og býr þar enn. Hún hefur verið félagi í GA í 25 ár og kann einkar vel við sig þar. Hún hefur reynt að breiða út golffagnaðarerindið og hefur gengið vel með öll tíu barnabörnin. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfingur dagsins er Unnur Elva Hallsdóttir.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég kynntist íþróttinni í Svarfaðardal þar sem bjó um tíma.

Helstu afrek í golfinu?

Að kynna golfíþróttina fyrir öllum 10 barnabörnunum með því að setja þau á sumarnámskeið hjá GA.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Það var í sveitakeppni í Vestmannaeyjum í hádramatískum leik þegar ég sló af 17 teig og boltinn lenti ofan í golfpoka sem stóð við sjöundu flöt. Dómari þurfti að leita að boltanum sem fannst í golfpoka annars GA félaga.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ég er mjög ómannglögg. Pass.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei en flatargaffallinn er alltaf í vasanum þegar ég spila.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Púttin.

Aldur: 63 ára

Klúbbur: GA

Forgjöf: 19,2

Uppáhaldsmatur: Kjúklingasúpa

Uppáhaldsdrykkur: Rauðvín og kaffi

Uppáhaldskylfingur: Tigerinn- alltaf Tiger Woods

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Jaðarsvöllur, Vestmannaeyjar og Lakes völlurinn á Infinitium í Barcelona 

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 12. braut á Jaðarsvelli, 17. braut í Vestmannaeyjum og 7. braut á Dalvík.

Erfiðasta golfholan: 9.braut á Dalvík

Erfiðasta höggið: Upp úr sandi vinstra meginn á 18.braut á Jaðarsvelli.                        

Ég hlusta á: Storytel

Besta skor: 80 högg á Jaðarsvelli

Besti kylfingurinn: Rory Mcilroy

Golfpokinn

Dræver: Ping g400 10,5°

Brautartré: Ping g400 5 tré

Járn: Ping g400 22°, 26° og 30°. Callaway xr 6-s

Fleygjárn: Callaway mack daddy 58°

Pútter: Cleveland

Hanski:FJ

Skór: FJ sandalar

Golfvinkonuferð til Alicante síðasliðið vor

Á La Romero á Spáni

Á leiðinni að spila á La Finca á Spáni