Fréttir

Morikawa á leið í efsta sæti heimslistans
Collin Morikawa kemst í efta sæti heimslistans með sigri í kvöld.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 5. desember 2021 kl. 10:31

Morikawa á leið í efsta sæti heimslistans

Collin Morikawa tók málin í sínar hendur á þriðja hring Hero World Challenge mótsins. Hann lék hringinn á 64 höggum og hefur fimm högg í forskot fyrir lokahringinn í kvöld.

Fátt kemur í veg fyrir sigur Morikawa á mótinu en með sigri kemst hann í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn.

Morikawa er samtals á 18 höggum undir pari en Brooks Koepka kemur næstur á 13 undir. Fimm kylfingar eru svo jafnir á 12 höggum undir pari.

Bryson DeChambeau sem leiddi mótið eftir tvo hringi lék á 73 höggum í gær og féll við það niður í níunda sætið.

Það er ekki algeng sjón að sjá Jordan Spieth, Henrik Stenson og Rory McIlroy í þremur neðstu sætunum en mótið er gríðarlega sterkt og aðeins 20 keppendur fengu boð um að keppa á mótinu sem Tiger Woods stendur fyrir.

Staðan í mótinu