Fréttir

Mickelson í toppbaráttunni á Fortinet Championship
Mickelson náði að koma sér í toppbaráttuna með frábærum lokaspretti á þriðja hringnum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 19. september 2021 kl. 09:59

Mickelson í toppbaráttunni á Fortinet Championship

Maverick McNealy og Jim Knous eru efstir og jafnir fyrir lokahring Fortinet Championship á 14 höggum undir pari. Knous notaði aðeins 22 pútt á þriðja hringnum sem hann lék á 65 höggum.

Fimm kylfingar koma næstir á 12 höggum undir pari.

Phil Mickelson er á 10 höggum undir pari í 9. sæti og á möguleika á að bæta enn einum titlinum í safnið. Mickelson fékk fimm fugla í röð undir lok hringsins og er til alls líklegur.

Staðan í mótinu