Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

McIlroy með sinn 20. sigur á PGA mótaröðinni
McIlroy vann sinn 20. sigur á PGA mótaröðinni í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 18. október 2021 kl. 08:37

McIlroy með sinn 20. sigur á PGA mótaröðinni

Rory McIlroy landaði sínum 20. sigri á PGA mótaröðinni þegar hann sigraði á The CJ Cup í Las vegas í gær.

McIlroy lék lokahringinn á 66 höggum og endaði samtals á 25 höggum undir pari. Collin Morikawa lék frábært golf á lokahringnum en endaði að lokum einu höggi á eftir McIlroy eftir að hafa leikið á 62 höggum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Rickie Fowler og Keith Mitchell enduðu jafnir í 3. sæti á 22 höggum undir pari. Besta mót Fowler í 959 daga.

McIlroy sem hefur ekki leikið sitt besta að undanförnu og átti erfiða tíma í Ryder bikarnum sagði í viðtali eftir mótið að hann hafi áttað sig á því að hann hafi verið að reyna að verða einhver annar en hann sjálfur. Verið í sveiflubreytingum til að reyna að verða betri. Hann hafi eftir Ryder bikarinn tekið ákvörðun um að verða hann sjálfur aftur og ekki reyna að vera einhver annar. Það hafi skilað þessum sigri.

Vonandi fáum við að sjá meira af þessu frá Rory McIlroy.

Lokastaðan í mótinu