Fréttir

Matti Schmid nýliði ársins á Evrópumótaröðinni
Matti Scmid er aðeins annar Þjóðverjinn sem fær nafnbótina nýliði ársins á Evrópumótaröðinni.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 20:09

Matti Schmid nýliði ársins á Evrópumótaröðinni

Nýliði ársins á Evrópumótaröðinni árið 2021 er hinn 24 ára gamli Þjóðverji, Matti Schmid.

Schmid gerðist atvinnumaður eftir að hafa unnið silfur medalíuna fyrir lægsta skor áhugamanns á Opna mótinu á Royal St. George´s í júlí á þessu ári.

Hann þurfti aðeins sjö mót til að tryggja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta ár. 2. sæti á Opna hollenska mótinu, 9. sæti á Alfred Dunhill Links Championship og 11. sæti á Mallorca Golf Open sáu öðru fremur til þess.

Þegar upp var staðið endaði Schmid í 114. sæti stigalista mótaraðarinnar þrátt fyrir að leika aðeins í 7 mótum á árinu sem atvinnumaður.

Hann er annar Þjóðverjinn sem hlítur þessi verðlaun en Martin Kaymer hafði áður hlotið þau árið 2007.

Verðlaunin sem nefnd eru í höfðuði á Sir Henry Cotton hafa verið veitt frá árinu 1960. Hér að neðan má sjá þá kylfinga sem hlotið hafa þau til þessa.

1960 Tommy Goodwin (ENG)

1961 Alex Caygill (ENG)

1963 Tony Jacklin (ENG)

1966 Robin Liddle (SCO)

1968 Bernard Gallacher (SCO)

1969 Peter Oosterhuis (ENG)

1970 Stuart Brown (ENG)

1971 David Llewellyn (WAL)

1972 Sam Torrance (SCO)

1973 Philip Elson (ENG)

1974 Carl Mason (ENG)

1976 Mark James (ENG)

1977 Sir Nick Faldo (ENG)

1978 Sandy Lyle (SCO)

1979 Mike Miller (SCO)

1980 Paul Hoad (ENG)

1981 Jeremy Bennett (ENG)

1982 Gordon Brand Jnr. (SCO)

1983 Grant Turner (ENG)

1984 Philip Parkin (WAL)

1985 Paul Thomas (WAL)

1986 José María Olazábal (ESP)

1987 Peter Baker (ENG)

1988 Colin Montgomerie (SCO)

1989 Paul Broadhurst (ENG)

1990 Russell Claydon (ENG)

1991 Per-Ulrik Johansson (SWE)

1992 Jim Payne (ENG)

1993 Gary Orr (SCO)

1994 Jonathan Lomas (ENG)

1995 Jarmo Sandelin (SWE)

1996 Thomas Björn (DEN)

1997 Scott Henderson (SCO)

1998 Olivier Edmond (FRA)

1999 Sergio Garcia (ESP)

2000 Ian Poulter (ENG)

2001 Paul Casey (ENG)

2002 Nick Dougherty (ENG)

2003 Peter Lawrie (IRL)

2004 Scott Drummond (SCO)

2005 Gonzalo Fernandez-Castaño (ESP)

2006 Marc Warren (SCO)

2007 Martin Kaymer (GER)

2008 Pablo Larrazábal (ESP)

2009 Chris Wood (ENG)

2010 Matteo Manassero (ITA)

2011 Tom Lewis (ENG)

2012 Ricardo Santos (POR)

2013 Peter Uihlein (USA)

2014 Brooks Koepka (USA)

2015 Byeong Hun An (KOR)

2016 Jeunghun Wang (KOR)

2017 Jon Rahm (ESP)

2018 Shubhankar Sharma (IND)

2019 Robert MacIntyre (SCO)

2020 Sami Välimäki (FIN)

2021 Matti Schmid (GER)