Fréttir

Matsuyama sigraði örugglega í Japan
Hideki Matsuyama sigraði örugglega á heimavelli í Japan.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 09:01

Matsuyama sigraði örugglega í Japan

Hideki Matsuyama lék frábært golf á lokahring ZOZO Championship mótinu á PGA mótaröðinni í Japan.

Sigur Matsuyama var öruggur allan tíman á lokahringnum sem hann lék á 65 höggum. Hann endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari 5 höggum á undan næstu mönnum.

Í öðru sæti voru Bandríkjamennirnir Brendan Steele og Cameron Tringale sem hefur þénað mest allra í sögu PGA mótaraðarinnar án þess að sigra.

Þetta var 7. sigur Matsuyama á PGA mótaröðinni en hann sigraði einnig á Masters mótinu í vor eins og flestum er kunnugt.

Á meðal þeirra sem tóku þátt í mótinu í Japan voru Collin Morikawa sem endaði í 7. sæti mótsins á 5 höggum undir pari. Ólympíumeistarinn Xander Schauffele sem endaði í 28. sæti á pari og Rikcie Fowler sem endaði í 44. sæti á 3 höggum yfir pari.

Lokastaðan í mótinu