Fréttir

Lydia Ko í sérflokki í Sádi Arabíu
Lydia Ko sigraði örugglega í Sádi Arabíu og tryggði sér sinn sjötta sigur á Evrópumótaröðinni.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 7. nóvember 2021 kl. 22:17

Lydia Ko í sérflokki í Sádi Arabíu

Lydia Ko hafði örugga forystu fyrir lokahringinn á Aramco Saudi Ladies International mótinu. Henni brást ekki bogalistin á lokahringnum, lék á 65 höggum og vann öruggan fimm högga sigur.

Þetta var sjötti sigur Ko á Evrópumótaröðinni en hún á einnig 16 sigra á LPGA mótaröðinni á feilsskráni.

Hin 18 ára Atthaya Thitikul frá Tælandi varð önnur á 18 höggum undir pari heilum 5 höggum á undan Carlota Ziganda og Alice Hewson sem urðu jafnar í þriðja sæti á 13 undir.

Með árangri sínum tryggði Thitikul sér sigur á stigalista mótaraðarinnar en forskot hennar er það mikið að enginn getur náð henni úr þessu. Frábær árangur hjá þessum 18 ára nýliða ársins á mótaröðinni. Hún er þar með fjórði leikmaðurinn í sögunni til þess að enda efst á stigalistanum og vera valin nýliði ársins á sama tímabilinu. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var á meðal þátttakenda í mótinu en var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Lokastaðan í mótinu