Fréttir

LIV í sjónvarp
Laugardagur 21. janúar 2023 kl. 07:01

LIV í sjónvarp

LIV mótaröðin hefur gengið frá sjónvarpsréttarsamningi við CWSports sjónvarpsstöðina til næstu ára um sýningar frá öllum 14 mótunum á LIV mótaröðinni. Öll mótin verða einnig aðgengileg á CW appinu. Samningurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir LIV mótaröðina og eiga 120 milljón bandarísk heimili nú möguleika á að ná útsendingum frá LIV. 

LIV mótaröðin hefur eins og kylfingar þekkja valdið miklu fjaðrafoki í golfheiminum á undanförnum misserum. Margir af þekktustu kylfingum heims hafa kosið að yfirgefa PGA mótaröðina og leika frekar á þessari nýju mótaröð sem er rekin undir forystu hins heimsþekkta kylfings Greg Norman. Meðal kylfinga sem leika á LIV mótaröðinni eru: Phil Mickelson, Sergio Garcia, Brooks Koepka, Dustin Johnson, Bryson Dechambeu, Paul Casey, Ian Poulter, Cameron Smith, Henrik Stenson, Lee Westwood og Bubba Watson.

Margeir golfferð
Margeir golfferð