Fréttir

Lítið um að vera hjá íslenskum kylfingum um helgina
Guðrún Brá er á biðlista fyrir Aramco Team Series mótið í New York.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 14:56

Lítið um að vera hjá íslenskum kylfingum um helgina

Hvorki er leikið á Evrópumótaröð kvenna né Áskorendamótaröð karla þessa helgina.

Okkar fólk leikur næst um þar næstu helgi á Emporada Challenge á Áskorendamótaröðinni á Girona á Spáni. Haraldur Franklín Magnus og Guðmundur Ágúst Kristjansson eu á meðal keppenda.

Á Evrópumótaröð kvenna er Guðrún Brá Björgvinsdóttir á biðlista fyrir Aramco Team Series í New York sem fram fer í 14. til 16. oktober í New York.

Ljóst er að um gríðarlega mikilvæg mót er að ræða fyrir okkar fólk.