Fréttir

Laporta og Hansen efstir fyrir lokahringinn í Dubai
Joachim B. Hansen er enn einn Daninn sem berst um sigur á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 14. nóvember 2021 kl. 09:10

Laporta og Hansen efstir fyrir lokahringinn í Dubai

Ítalinn Fransesco Laporta og Daninn Joachim B. Hansen deildu forystunni fyrir lokahring Aviv Dubai Championship mótsins á Evrópumótaröðinni.

Þeir eru samtals á 19 höggum undir pari, einu höggi á undan Antoine Rozner frá Frakklandi. Lokahringurinn er farinn af stað og staðan hefur lítið breyst að loknum fyrstu 6 holunum hjá efstu mönnum.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Hér að neðan má fylgjast með stöðunni á lokahringnum.

Staðan í mótinu