Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Landsmót í golfhermum fer fram í fyrsta sinn
Landsmót í golfhermum hefst 14. janúar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 13. janúar 2022 kl. 17:59

Landsmót í golfhermum fer fram í fyrsta sinn

Leitin að besta innigolfara Íslands er fram undan.

Keppt verður í höggleik í karlaflokki og kvennaflokki. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og leikið er á GKG Trackman Virtualgolf vellinum.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Fyrri undankeppni mótsins fer fram dagana 14. janúar til 14 febrúar og seinni undankeppnin fer fram dagana 15. febrúar til 14. mars.

Úr fyrri undankeppni komast 48 efstu karlar og 24 efstu konur áfram í seinni undankeppni. Úr seinni undankeppni þar sem leiknar verða tvisvar sinnum 18 holur komast 8 efstu kylfingarnir úr hvorum flokki áfram.

Úrslitakeppni verður svo haldin 20. mars í Íþróttamiðstöð GKG og sýnt verður frá henni í beinni útsendingu.

Allir sem komast í Trackman golfhermi með þeim möguleika á að pútta geta tekið þátt í undankeppnunum.

Ekkert þátttökugjald er í mótið en fyrstu verðlaun eru farandbikar og 100.000.- krónur.

Nánari upplýsingar um mótið eru á vef golfsambandsins