Altis_02
Altis_02

Fréttir

Landsliðshópar valdir fyrir EM
Pamela Ósk Hjaltadóttir er yngst í stúlknalandsliði Íslands, aðeins 13 ára gömul. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 22. júní 2022 kl. 11:40

Landsliðshópar valdir fyrir EM

Fulltrúar Íslands valdir fyrir European Young Masters og R&A Junior Open

Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðskylfingum okkar en Evrópumót liða fara fram í júlí. Fjögur mót verða haldin samtímis í jafn mörgum löndum. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, hefur valið landsliðshópa fyrir verkefnin.

Þá hefur Ólafur jafnframt valið fulltrúa Íslands á tvö mót fyrir 16 ára og yngri, European Young Masters annars vegar og R&A Junior Open hins vegar.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Karlalið Íslands keppir í efstu deild á Royal St. George´s vellinum á Englandi, dagana 5.-9. júlí. Opna mótið, eitt af risamótunum fjórum, fór fram á vellinum á síðasta ári. Liðið skipa þeir:

Aron Emil Gunnarsson, GOS
Daníel Ísak Steinarsson, GK
Hákon Örn Magnússon, GR
Hlynur Bergsson, GKG
Kristófer Orri Þórðarson, GKG
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR

Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari.

Kvennalið Íslands keppir í efstu deild á Conwy Golf Club í Wales, dagana 5.-9. júlí. Liðið skipa þær:

Andrea Bergsdóttir, Hills GC - Svíþjóð
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Saga Traustadóttir, GKG

Þjálfari liðsins er Heiðar Davíð Bragason og Árný Lilja Árnadóttir er sjúkraþjálfari.

Stúlknalið Íslands keppir í efstu deild á Urriðavelli í Garðabæ, dagana 5.-9. júlí. Liðið skipa þær:

Berglind Erla Baldursdóttir, GM (f. 2005)
Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (f. 2004)
Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (f. 2006)
María Eir Guðjónsdóttir, GM (f. 2004)
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM (f. 2008)
Sara Kristinsdóttir, GM (f. 2005)

Liðsstjóri er Ragnhildur Kristinsdóttir og Margrét Ársælsdóttir er sjúkraþjálfari.

Piltalið Íslands keppir í næst-efstu deild á Pravets Golf Club í Búlgaríu, dagana 6.-9. júlí. Liðið skipa þeir:

Bjarni Þór Lúðvíksson, NK (f. 2004)
Guðjón Frans Halldórsson, GKG (f. 2007)
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (f. 2005)
Heiðar Snær Bjarnason, GOS (2004)
Jóhann Frank Halldórsson, GR (2004)
Skúli Gunnar Ágústsson, GA (2006)

Þjálfari liðsins er Karl Ómar Karlsson og Egill Atlason er sjúkraþjálfari.

European Young Masters fer fram á Linna Golf í Finnlandi, dagana 21.-23. júlí. Fulltrúar Íslands verða þau:

Helga Signý Pálsdóttir, GR (2006)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (2006)
Skúli Gunnar Ágústsson, GA (2006)
Veigar Heiðarsson, GA (2006)

R&A Junior Open fer fram á Monifieth Golf Links í Skotlandi, dagana 11.-13. júlí. Fulltrúar Íslands verða þau:

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (2007)
Markús Marelsson, GK (2007)