Fréttir

Kylfukast snýr aftur í breyttri mynd
Föstudagur 3. nóvember 2023 kl. 23:41

Kylfukast snýr aftur í breyttri mynd

Kylfukast snýr aftur hér á Kylfingi eftir nokkurt hlé en nú í breyttri mynd. Margeir Vilhjálmsson skrifaði í ríflega áratug pistla um golf og golftengd málefni á Íslandi undir nafninu Kylfukast sem finna má hér á síðunni. 

Margeir snýr nú aftur með Kylfukastið í formi stuttra golfþátta (e. Videocast) sem munu birtast hér á Kylfingi í vetur. 

Golfaðstaða til vetrariðkunar hefur tekið miklum stakkaskiptum á Íslandi á undanförnum árum og engin ástæða til að kylfingar láti sitt eftir liggja í ástundund golfíþróttarinnar yfir vetrartímann, enda hefur fjöldi kylfinga hér á landi aldrei verið meiri samkvæmt nýjustu tölum.