Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Korda sigraði í bráðabana
Nelly Korda sigraði eftir bráðabana á Pelican Women´s Open í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 15. nóvember 2021 kl. 09:35

Korda sigraði í bráðabana

Nelly Korda sigraði á Pelican Women´s Championship mótinu sem lauk í Belleair í Flórídafylki í gær.

Eftir mikla spennu á lokaholunum þurfti bráðabana fjögurra kylfinga til að útkljá mótið. Korda fékk fugl á fyrstu holu bráðabanans og tryggði sér þannig sigurinn, þann fjórða á tímabilinu.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Á lokaholunum virtist Korda hafa sigurinn í höndum sér en eftir þrefaldan skolla á 17. braut þurfti hún að setja niður um sex metra pútt á lokaholunni til að jafna við Lexi Thompson, Lydia Ko og Sei Young Kim.

Lexi Thompson nagar sig eflaust í handarbökin að mótinu loknu því hún fékk skolla á 17. og 18. braut lokadagsins.

Lokastaðan í mótinu