Fréttir

Kokrak bestur í Houston
Kokrak sigraði í þriðja sinn á síðustu 13 mánuðum í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 15. nóvember 2021 kl. 09:21

Kokrak bestur í Houston

Bandaríkjamaðurinn Jason Kokrak sigraði á Hewlett Packard Enterprise Houston Open mótinu sem lauk í gær.

Þetta var þriðji sigur Kokrak á PGA mótaröðinni. Allir hafa sigrarnir þrír unnist síðan í október á síðasta ári. Eftir að hafa leikið 232 mót án sigurs hefur hann sigrað þrisvar sinnum í síðustu 13 mótum. Aðeins Patrick Cantley hefur sigrað oftar á þessum tíma á mótaröðinni.

Kokrak lagði grunnin að sigrinum í gær þegar hann fékk fjóra fugla í röð á seinni hluta hringsins. Hann lék hringina fjóra á samtals 10 höggum undir pari og varð tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Scottie Scheffler sem enn leitar að sínum fyrsta sigri á mótaröðinni og Kevin Tway urðu jafnir í öðru sæti.

Lokastaðan í mótinu