Public deli
Public deli

Fréttir

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði búinn að jafna sig
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 5. september 2023 kl. 14:00

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði búinn að jafna sig

Völlurinn drenar vel, engar skemmdir. Vinna við hækkun varnargarða framundan

Engar skemmdir urðu á Kirkjubólsvelli í Sandgerði þegar sjór gekk yfir golfvöllinn fyrir nokkrum dögum þegar fyrsta alvöru haustlægðin gekk yfir landið. Völlurinn drenar vel og fljótt hefjast framkvæmdir við hækkun varnargarða við völlinn.

Lárus Óskarsson er framkvæmda- og vallarstjóri, hann sagði að betur hefði farið en á horfðist. „Það flæddi yfir hluta vallarins en sem betur fer drenar völlurinn vel svo núna er bara sjór á sextándu brautinni. Ég get ekki séð að það séu neinar skemmdir á vellinum en við þurftum að fara í talsvert hreinsunarstarf, það var mikill þari og annað sem varð eftir en við erum að verða búnir. Það hefur lengi verið vitað að við þurfum hærri varnargarða og til stóð að fara í þær framkvæmdir í vor en við fengum Vegagerðina til að fresta þeim til haustsins því þessar stóru vinnuvélar fara illa með völlinn. Sumarið hefði því ekki verið gott en við héldum m.a. tvö Íslandsmeistaramót, við hefðum ekki getað gert það ef hefðum ekki frestað þessum framkvæmdum. Auðvitað hefðum við þá væntanlega sloppið við þetta flóð á völlinn núna en sem betur fer skemmdist ekkert svo þetta hefur engin áhrif á okkur. Vegagerðin mun hefjast handa í september en við munum ekki loka vellinum, hann verður opinn í vetur eins og alltaf en gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir taki um mánuð. Þær skemmdir sem verða eftir vinnuvélarnar, jafna sig svo næsta vor þannig að völlurinn verður í toppstandi næsta sumar,“ segir Lárus.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær.