Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Kim fékk víti fyrir að bíða of lengi
Kim stendur yfir boltanum á sunnudaginn og bíður.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 19. október 2021 kl. 09:05

Kim fékk víti fyrir að bíða of lengi

Það vakti athygli margra sem horfðu á lokadag The CJ Cup á sunnudaginn þegar Seonghyeon Kim Púttað fyrir fugli á lokaholu dagsins. Boltinn fór heilan hring í kringum holuna áður en hann stöðvaðist á holubrúninni.

Allir sem spila golf þekkja hversu svekkjandi þetta er, ekki síst þegar mikið er undir. Kim beið og beið og að lokum datt boltinn í holu. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Í sjónvarpsútsendingunni virtist sem Kim hefði fengið fugl. Það vakti þó athygli blaðamanns að boltinn datt í holu löngu eftir að tímamörkin voru liðin. Eðlilega var því bætt einu vítishöggi á Kim og skorið á holunni því par. Það kostaði þennan unga og upprennandi kylfing um tvær og hálfa milljón króna.

Fyrir þá sem ekki þekkja er reglan þannig að þú mátt ganga eðlilega að boltanum og bíða svo í 10 sekúndur. Detti hann í holu innan þess tíma þá gildir það, en gerist það eftir að 10 sekúndurnar eru liðnar skal bætt við einu vítishöggi.