Fréttir

Keppni frestað á fyrsta hring í Frakklandi vegna eldinga - UPPFÆRT
Fresta þurfti leik vegna eldinga á Hopps Open de Providence mótinu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 16. september 2021 kl. 13:25

Keppni frestað á fyrsta hring í Frakklandi vegna eldinga - UPPFÆRT

Allir íslensku kylfingarnir höfðu hafið leik þegar fresta þurfti keppni á Hopps Open de Provence mótinu á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi vegna eldinga á keppnissvæðinu.

Haraldur Franklín hafði lokið leik á 74 höggum og er sem stendur í 56. sæti. Andri Þór Björnsson náði aðeins að ljúka við þrjár holur og er á pari eftir þær. Bjarki Pétursson náði einnig að ljúka við þrjár holur og var á einu höggi undir pari þegar blásið var í lúðurinn.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur.

Þær upplýsingar voru að berast að hefja ætti leik aftur klukkan 14.20 að íslenskum tíma.

UPPFÆRSLA:

Strákarnir náðu allir að klára hringinn í dag. Guðmundur og Bjarki léku á 69 höggum og eru í 24. sæti. Andri Þór kláraði á pari og er í 69. sæti og Haraldur hafði lokið leik fyrir frestun á 74 höggum og situr í 103. sæti.

Staðan í mótinu