Fréttir

Keilismenn leika í 1. deild Íslandsmóts golfklúbba að ári
Axel Bóasson slær upphafshögg á Öndverðarnesvelli í úrslitaleiknum í dag. Ljósmynd: GÖ
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 20. júlí 2022 kl. 15:32

Keilismenn leika í 1. deild Íslandsmóts golfklúbba að ári

Golfklúbbur Öndverðarness leikur í 3. deild

Lið Golfklúbbsins Keilis sigraði 2. deild Íslandsmóts golfklúbba karla en mótinu lauk á Öndverðarnesvelli í dag. Alls eru 8 klúbbar í 2. deild.

Lokastaðan á mótinu

Lið GK mætti liði GE í úrslitaleik og fór með sigur að hólmi, 4-1. Lið GK skipuðu þeir Axel Bóasson, Birgir Björn Magnússon, Bjarki Snær Halldórsson, Daníel Ísak Steinarsson, Gísli Sveinbergsson, Markús Marelsson, Rúnar Arnórsson og Svanberg Addi Stefánsson.

Lið gestgjafanna í Golfklúbbi Öndverðarness hafnaði í 8. og síðasta sæti og verður því hlutskipti GÖ að leika í 3. deild að ári.

Staðan eftir riðlakeppnina

GSE, GL, GFB og GÖ kepptu um 5.-8. sæti en úrslitakeppni milli liðanna fjögurra var með riðlakeppnisfyrirkomulagi.

Í undanúrslitum í gær sigraði lið GE lið NK og lið GK sigraði lið GO.