Fréttir

John Terry er flottur kylfingur
John Terry vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Chelsea.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 11. nóvember 2021 kl. 08:37

John Terry er flottur kylfingur

John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea var á sínum tíma einn allra besti varnarmaður heims.

Terry sem nú er fertugur hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa en hætti þar eftir síðasta tímabil. Hann er án vinnu í boltanum eins og er og hefur því nægan tíma til að vinna í því að verða betri í golfi.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Hann skellti sér til Portúgal á dögunum þar sem hann spilaði Monte Rei Golf & Country Club. Terry sem er með fjóra í forgjöf spilaði af öftustu teigum vallarins sem er um 6.600 metrar að lengd og fékk fimm fugla á hringnum og spilaði á 76 höggum.

Terry sem fimm sinnum sigraði ensku úrvalsdeildina með Chelsea á sínum tíma er greinilega forfallinn golfáhugamáður en hann leigði einkaþotu fyrir sig og vini sína í sumar til að spila Loch Lomond í Skotlandi.